Ekki ræna okkur landinu líka

Það er hughreystandi að sjá að Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra stendur keik gegn þeirri fáheyrðu kröfu sem sumir setja nú fram um að sleppa skuli heildstæðu umhverfismati á Bakka.

Þórunn skrifar grein í Morgunblaðið í morgun þar sem hún segir m.a.:

"Það er því með hreinum ólíkindum að málsmetandi einstaklingar skuli nú stíga fram á sjónarsviðið og leggja það til - að því er virðist í fullri alvöru - að við afnemum í skyndi leikreglurnar sem gilda þegar kemur að afdrifaríkum ákvörðunum um auðlindir þjóðarinnar. Nú á í flumbrugangi að kasta fyrir róða rammaáætlunarferlinu, virkja meira og virkja hraðar án nokkurrar fyrirhyggju til framtíðar..."

Ég tek ofan fyrir umhverfisráðherra að ganga fram af reisn í þessu máli. Það væri þá hin fullkomna niðurlæging Íslands ef við ætluðum í ofanálag við allt annað að ráðast nú að umhverfinu með enn svívirðilegri hætti en við höfum þó þegar gert.

Haltu áfram á þessari braut Þórunn!

Vonandi sjá aðrir flokksfélagar Þórunnar, samráðherrar og þingmenn Samfylkingar, nú einnig sóma sinn í að styðja nú eindregið umhverfisráðherra í þessum efnum í stað þess leynt og ljóst að tala og vinna gegn ákvörðunum hennar og þá um leið Fagra Íslandi. Það hefur verið nöturlegt að horfa upp á slíkt.

Lokaorðin í þessum bloggpistli á Steinunn Rögnvaldsdóttir, nýkjörinn formaður Ungra Vinstri Grænna, en Kolbrún Halldórsdóttir vitnaði einmitt í hana líka í góðri grein sinni um náttúruvernd í Mogganum í gær:

"Þeir eru búnir að ræna nóg. Ekki ræna okkur landinu líka."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrir hverja er Ísland? Hvað hefur umhverfismat að segja í raun?  Ætlar þú að skapa atvinnu fyrir fólk? 

Eitt af vandamálunum í þessu landi eru nefndir.  Ef eitthvað er í gangi þarf að skipa (launaða) nefnd.  Henni ber að fara yfir ýmis efni og á þeim árum sem það tekur þessa blessuðu nefnd að skila áliti sínu eru aðstæður gjörbreyttar.

Það fer ekki að vera búandi í þessu landi fyrir nefndarpakki.  Hvernig væri nú að auglýsa ferðir hingað til lands undir yfirskriftinni komið og skoðið náttúru íslands og ef þið eruð heppin gæti verið að þið rekist á hið furðulega fyrirbæri sem kallast Íslendingur.  En það gæti nú tekið mörg ár að komast í gegnum einhverja nefnd sem skilar af sér áliti og þá þarf að skipa aðra nefnd til að skila áliti um skýrslu nefndarinnar sem var á undan. 

Skriffinnska átti að líða undir lok með kommúnistanum en það virðist sem svo að hún hafi bara aukist til muna

Hafþór Skúlason (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 17:53

2 Smámynd: Stefán Gunnarsson

Guðfríður,

Komdu með tillögur um hvernig við getum á raunhæfan hátt skapað atvinnu hér og aukið gjaldeyris tekjur til muna. Það er bara alltof auðvelt að vera á móti öllu.

Ég held að flestir íslendingar séu umhverfissinnar inn við beinið, umhverfis vernd er ekki eitthvað sér fyrirbrygði hjá VG eða þórunni sveinbjarnardóttur.

Staðreyndin er bara einfaldlega sú að þórunn hefur verið á móti öllum framkvæmdum hér og lagt stein í götu þeirra.

Það eru tvö ný álver á teikniborðinu, persónulega vil ég sjá þau sett í framkvæmd strax, en síðan að snúa okkur af kísil flögum osfrv. Sprota fyrirtæki eins og CCP eru voða góð en staðreyndin er einfaldlega sú að þau koma að sjálfu sér með hagstæðum skilyrðum hér og menntum, það er ekki hægt að búa þau til að færibandi.

Stefán Gunnarsson, 17.10.2008 kl. 18:51

3 identicon

Þessi innlegg hér fyrir ofan, 1 og 2 koma frá mönnum sem virðast halda að enga atvinnu sé að hafa hér á landi. ´Hvar eru þeir staddir? Það er ennþá hellingur af útlendingum hérna, vegna skorts á vinnuafli. Leiðinlegt svona væl: "við eigum svo bágt. Á hverju eigum við að lifa. Hvað á að gera í staðinn" Á sama tíma og hver sem er getur fengið vinnu. Talsvert meira en nágrannar okkar í mið og suður Evrópu geta sagt. Þetta er vanþakklæti á háu stigi og svartsýnisraus.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 08:49

4 identicon

Rétt hjá þér Stefán,

Stundum held ég í mínu samsærisbrjálæði, að allt þetta sé leikur til að neyða okkur til að virkja allt sem hægt er að virkja. Gerast alvöru iðn- og hernaðarríki. Vera með stóru strákunum. Eitthvað svo hjárænulegt að vera kallað ferðamannaland. Iðnríki (helstu iðnríki heims - flott!)

Það er svo langt í frá að við séum sokkin svo langt að upp skal bjóða Ísland.

Hildur Harðardóttir (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 09:04

5 Smámynd: Himmalingur

Innlegg númer 1 og 2 er dæmi um Íslendinga sem hugsa einvörðungu um daginn í dag, hvað verður á morgun er þeim blind sýn! Því miður eru allt of margir Íslendingar sem enn þann dag í dag hugsa svona: Skítt með framtíðina! Hvar erum við núna þið hinir skammsýnu? Var hugsað til framtíðar í góðærinu? Ó NEI!!!!

Himmalingur, 18.10.2008 kl. 12:42

6 Smámynd: Stefán Gunnarsson

Húnbogi skrifar 

"Á sama tíma og hver sem er getur fengið vinnu. Talsvert meira en nágrannar okkar í mið og suður Evrópu geta sagt. Þetta er vanþakklæti á háu stigi og svartsýnisraus."

Mig langar að heyra þig segja við bróðir minn sem er nýbúinn að missa vinnuna og hefur verið að leita síðustu 2 vikur útum allt að það sé nægja vinnu að fá. Þetta atvinnuástand hér er einfaldlega að breytast ansi hratt. Þjónustu og byggingariðnaðurinn eru undir miklu höggi að sækja þessa

dagana.

Hildur,

Nei þetta er bara raunveruleikinn, bankarnir eru fallnir. Öll lífskjör munu þurfa að fara langt niður hér þannig að við getum bara lifað á ferðamönnum.

Hilmar,

Ég eignaðist litla dóttir fyrir 3 vikum, 27. september, besti dagur lífs míns. Ég hef alltaf hugsað til framtíðar í öllu sem ég geri, það er enginn að tala um að breyta íslandi í eina stóra verksmiðju en ég er ekki heldur fylgjandi að hver einasti moldarhóll sé heilagur.

Stefán Gunnarsson, 18.10.2008 kl. 13:16

7 identicon

"Hvað hefur umhverfismat að segja í raun?"  ef ég vitna í Hafþór. Ég skal segja þér hvað umhverfismat á að segja. Það á að vara við slæmum afleiðingum framkvæmda. Til dæmis að koma í veg fyrir eyðileggingu vatnsbóla eða fiskistofnana okkar dýrmætu.

Meira ál syngja sumir. Mig langar ekki í meira ál. Mig langar í alvöru hátækni iðnað á Íslandi þar sem ég gæti hugsanlega fengið vinnu eftir 5 ára háskólanám. Og mig langar líka til að stjórnvöld styðji við bakið á ferðaþjónustunni sem hefur mikla vaxtamöguleika. En miðað við talið þessa dagana þá kemst ekkert að nema ál og meira ál. D:

Anna

Anna Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 13:23

8 Smámynd: Stefán Gunnarsson

Anna,

Að vissu leiti er ég alveg sammála þér, en það vantar fleiri hugmyndir en að týna fjalla gröss osfrv, hátækni er náttúrlega hið besta mál. Það er bara ekki nóg að segja, það þarf að taka til höndum og framkvæma. Fyrir 10 árum síðan kynntist ég nokkuð ungum strákum sem bjuggu til borðspil og síðan voru að undirbúa tölvuleik sem heitir eve-online, okkur vinunum leist ansi vel á þessa hugmynd og ákváðum að fjárfesta í þessu company, þessi hlutabréf eigum við ennþá í dag.

Stefán Gunnarsson, 18.10.2008 kl. 13:44

9 Smámynd: Pétur Steinn Sigurðsson

Guðfríður, er eitthvað að því að umhverfisráðherra breyti afstöðu sinni hvað snýr að álverum hér á landi þegar þessi efnahagskreppa steðjar að,eða er hún yfir það hafin að haga seglum eftir vindi þegar á móti blæs, er ekki þannig með hlutina að það sem þótti óheppilegt í dag getur verið heppilegt á morgun?

Þannig er það bara í þessu lífi að á einhvern hátt verðum við að auka gjaldeyristekjur okkar og koma innspítingu í atvinnulíf þjóðarinnar, þetta er eitt af því sem hjálpar þeim málum.

Eða hvaða tillögu hefur þú??

Pétur Steinn Sigurðsson, 18.10.2008 kl. 14:06

10 identicon

Sæll Stefán

Ég er alveg sammála þér. Það þarf framkvæmdir og góðar hugmyndir. Það er bara svo sorglegt að stjórnvöld hafa enga stefnu í menntunarmálum sem er undirstaðan fyrir uppbyggingu hátækni iðnaðs. Man eftir úr HÍ að tækjabúnaður og aðstaða var í einu orði sagt léleg þegar kom að verklegri kennslu. Og hlutur verklegrar kennslu fer stöðugt minnkandi þar. Skólinn fær einfaldlega ekki nægilega mikla peninga til að geta boðið upp á hana. Og nú er ég bara að tala um í verkfræði og raunvísindum. Greinum sem skv. samtökum atvinnulífsins vantar menntaða einstaklinga inn í. Stjórnvöldum finnst voðalega fínt að hampa eftir á fólki sem byggir upp atvinnuvegina, en þeir sýna engan vilja til að mennta okkur til þess. 

Anna

Anna Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 14:24

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

vg og stoppstefnan - þórunn er kjáni og ætti að segja af sér.

Óðinn Þórisson, 18.10.2008 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband